Stórskuldug

Ég fór í fréttabann meðan á sumarfríi mínu stóð.  Vildi frekar njóta fegurðar á annesjum en að sitja með kvíðahnút yfir þeim fjárhagslegum hamförum sem riðu og eru að ríða yfir þjóðina. 

Greindarvísitala mín nær ekki það hátt að ég skilji hvernig hægt er að lána veð í sjálfri skuldinni, því um annað er ekki að ræða þar sem lán var tekið hjá félagi sem maður sjálfur var eigandi að og skuldaði vafalaust greiðsluna fyrir kaupunum á hlutabréfunum.

Menn verja hvorn annan og ég hef ekki hugmynd hverjir það eru í stjórn landsins sem vilja verja þá sem fóru með slíka gjörninga (með fullri vitund um hver útkoman yrði fyrir land og þjóð).  Eða hafa lög verið sett fyrir löngu sem verja menn gegn stórfelldum prettum og svikum? - Ég kæmist ekki upp með það að standa ekki skil á mínum skuldum, ég yrði gerð gjaldþrota.

Hér hafa gripið menn hin ægilegasta spennufíkn, menn svo langt leiddir að þeir gátu ekki stoppað.  Núna hafa þeir spennuna hvort þeir verði sóttir til saka eður ei og veit ég ekki hvort þeir brosi út í annað.


mbl.is Stórskuldug aflandsfélög í eigu hluthafa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Sæl kæra vinkona,ég get ekki verið meira sammála Ólöf mín. "Þvílíkt pakk". En má ég spyrja, hvar eru mannréttindi almennings hvað þetta varðar allt saman? Fjöslkyldurnar mega fara á hausinn og þar fram eftir götunum, ekki hefur almenningur "réttindi" til þess að afskrifa skuldir hvað þá annað. "Húrra fyrirhelvítis Félagshygjustjórninni. Með beztu kveðju.

Bumba, 5.8.2009 kl. 10:48

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála.

Rut Sumarliðadóttir, 5.8.2009 kl. 12:25

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

jÁ BUMBA GÓÐ TIL HELVÍTIS MEÐ LIGALUBBANA

Eyjólfur G Svavarsson, 5.8.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband