Áfall

Ég var í gærkveldi að keyra austur í sveit með vinkonu minni.  Dóttir hennar var að útskrifast úr grunnskóla og kominn í þann skóla sem hana langaði til, FB, móðirin himinlifandi yfir því að stelpan færi í þann skóla sem hana langaði til.  Bróðir hennar hafði farið í Verzló og systirin í MS.  Vinkona mín er vel menntuð, maðurinn hennar hrl.  - ekkert snobb í gangi, bara ánægja yfir því að barnið vildi halda áfram að ganga sinn menntaveg.

Ég var A nemandi í Landsprófi en útlitð var þannig á mínum ungdómsárum að fyrir flesta var það ekki inn í myndinni að komast í menntaskóla, bæði vegna fjarlægðar og svo vegna fjárhags heimilinna.  Ég get svo svarið það að ég hef ekki enn náð mér yfir þá höfnun sem helltist yfir mig um mitt skólaár þegar það kýldist inn í mig að ég ætti ekki langskólanám fyrir höndum.  Ég grét og grét og svo fór ég á fyllerí.... síðan gerðist sagan endalausa.

Maður hreinlega kemst ekkert áfram í lífinu nema að geta tekið höfnun og það á ekkert að undanskilja börn eða unglinga  frá því að læra að takast á við að það fái ekki allt sem það vilji.  Þar kemur til skjalanna uppeldi/kennsla sem á sér stað heimafyrir.... að sjálfsögðu vill maður fylgja vinum sínum þegar skipt er um skóla, en þessi tímamót er líka þau þar sem greiðist úr vinahópnum og nýir koma í staðinn og það getur bara hreinlega verið gleðileg og farsæl breyting.

Ég er ekki MRingur, eða Verzlóingur... er FB öldungur, sá ekki annað en að flestir kennarar (sat með krökkunum í tíma) hefðu metnað fyrir hönd nemenda sinna og reyndu hvað þeir gátu að hvetja þau áfram.

Kæra móðir, hjálpaðu stelpunni þinni að vera stolt af því að hafa náð góðum árangri.  Að hún hafi yfir höfuð tækifæri á því að ganga menntaveginn.  Að hún búi svo vel að eiga móður sem vill henni allt hið besta.  Hjálpaðu henni að æfa sig undir þau áföll og hafnanir sem hver og ein manneskja þarf að ganga í gegnum á sínum lífsferli.  Því fyrr sem maður fer að æfa sig því auðveldari verður ganga lífsins.  - 


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heir heir - vel orðað hjá þér!! þetta er fullgróft í þessari grein hjá henni.. spurning að gefa henni tissjú!

"Einhvern menntaskóla" haha æ maður getur ekki annað en hlegið af svona fréttum!

Sigrún (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:09

2 identicon

Sæl

Það sem gleymist samt í þessari frétt eru þeir ágætisnemendur (sumir meira að segja með hærri meðaleinkun en umræddur nemandi) sem fengu synjun í öllum skólum sem þeir sóttu um.

Þeim verður komið fyrir í "einhverjum" skóla sem miskunnar sig yfir þau.

Foreldri (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: Ólöf de Bont

Foreldri, heyrði einmitt þetta í gær að stúlka sem hafði fengið háa einkunn hafi ekki komist inn í þráðan skóla

Ólöf de Bont, 23.6.2009 kl. 11:37

4 identicon

Það sem ég á við þegar ég segi skóla sem miskunnar sig yfir þau er að núna vinnur Menntamálaráðuneytið hörðum höndum við að koma þessum , annars ágætu nemendum í skóla.  Ég hef rætt við skólameistara og rektora vegna unglingsins míns og viðbrögð þeirra vegna þessara barna sem lentu utanveltu í kerfinu er mjög misjöfn.

Allt frá því að vilja allt fyrir mann gera en vera bundin af fjármagni frá ráðuneytinu til þess að vera skammaður fyrir að barnið skildi ekki velja "þeirra" skóla í fyrsta sæti.

Eins og staðan er í dag þá er "líklegt" að barnið fari í skóla sem vill helst ekki taka við því vegna þess að það valdi þann skóla ekki.  Ég hef það á tilfinningunni að skólameistarinn sé í fýlu vegna vals barnsins á skólum.  Það getur verið að mitt mat sé rangt.  En það er ekkert sérstaklega góð tilfinning að senda barnið sitt í skóla þar sem manni finnst það ekkert sérstaklega velkomið þótt það sé með langt yfir 8 í meðaltal.

 En auðvitað skiptir mestu máli að barnið /unglingurinn komist í skóla þar er ég alveg sammála.

Foreldri (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:40

5 identicon

Sæl Ólöf

Þegar ég skrifaði seinni póstinn var ég ekki búin að sjá svar þitt.

Ég er einmitt foreldri barns sem er með yfir 8 í meðaleinkun og komst ekki í neinn skóla. Vinur barnsins var í sömu stöðu og komst ekki í neinn skóla.

Þannig að í þeirra tilfelli er ekki um það að ræða að komast í skóla sem maður setur í eitthvað sæti í valinu heldur verður þeim úthlutað skólaplássi þar sem" hægt" er að taka við þeim.

Foreldri (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:43

6 Smámynd: Ólöf de Bont

Sæl aftur foreldri,

Lífið er oft grimmilegt og foreldrar líka.  Þegar þú talar um skólastjóra í fýlu, þá áttu vafalaust við manneskju sem er óánægð innra með sér og hefur ekki til að bera meiri þroska en að taka það út á óhörnuðum unglini.  Fólk er misjafnt og þess vegna held ég er það gullna reglan.... hvert er atlætið heimafyrir sem hjálpar þessum krökkum að komast yfir höfnun, mótlæti og óvilja annarra.  Það er nú einu sinni svo var mér kennt þegar ég var ung og full af sjálfsvorkun var:  Ólöf þegar þú horfir fram þá sérðu það sem fyrir augu ber en ekki það sem er að baki þér, þannig er það líka með fólk, stór hluti kann að meta þig en hinir sjá þig ekki - þannig er lífið.  En þroskinn kostar sársauka og þegar lokið af sársaukanum er tekið af þá opnast fyrir nýjar víddir.

Ólöf de Bont, 23.6.2009 kl. 11:52

7 Smámynd: Ólöf de Bont

Ég átti við fólk og skólastýrendur en ekki foreldra, þó svo að eitt og eitt grimmt foreldri slæðist inn á milli.. afsakaðu

Ólöf de Bont, 23.6.2009 kl. 11:54

8 identicon

Sæl aftur Ólöf

Þakka þér fyrir þín góðu orð.  Við tókum þann einmitt þann póstinn þegar barnið okkar fékk alls staðar nei að gera gott úr þessu öllu til að barnið fyndi ekki fyrir þessu.  Ræðum þessa framkomu "meistarans" t.d. ekki við barnið þótt þetta hafi jú áhrif á foreldrasálina sem er alltaf frekar viðkvæm þegar afkvæmin eiga í hlut. Við ræddum við barnið út frá þeirri speki að þegar dyr lokast þá opnast alltaf gluggi. 

En ég ætla ekki að neita því að daginn þegar öll neiin komu á Menntagátt þá var talsverð sorg hjá okkar barni enda frekar viðkvæmur einstaklingur á ferð.  En um leið og það hafði fengið þá staðfestingu frá ráðuneytinu að það kæmist í  framhaldsskóla þá færðist ró yfir.

En að öllum líkindum fer allt eins og það á að fara að lokum og þetta vor er bara ein lexían í lífsbókina okkar

Foreldri (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:01

9 Smámynd: Ólöf de Bont

Barnið þitt á góða og þroskaða foreldra.  Það á eftir að geta siglt á milli skers og báru og sættast við það að á eftir höfnun kemur nýtt og kannski enn betra tækifæri.  Astæður í þjóðfélaginu núna er það að skólastofnanir þurfa að spara og það er líklega skýringin á því að svona hart er farið út í að "selecta" nemendur.

Það gleður mig að lesa kærleika þinn.

Ólöf de Bont, 23.6.2009 kl. 12:07

10 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Sæl Ólöf, þetta er gott blogg og orð valin af einlægni.

Ólafur Þórðarson, 23.6.2009 kl. 13:04

11 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni..

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 23.6.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband