Lánuðu sjálfum sér

Til hvers er verið að birta þessar fréttir um allt þetta kruss og krass í bankageiranum?  Það er ekkert gert og mun vafalaust lítið vera gert.  Þessar fréttir vekja úlfúð og reiði.  Þetta er nú meiri andskotinn sem reið íslensku þjóðlífi í skrautbúningi í nokkur ár.  Andskotinn var í það góðum felubúningi að við "almúginn" héldum að héðan (lesist þaðan) myndum við sigla inn í eilífa hamingju með gnægð af aurum og mörgum utanlandsferðum.

Tortola geymir nú peninginn og peningamennirnir sitja öryggir í skjóli sérfræðinga sem tryggja þá bak og fyrir. 

Jæja, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn - Nei, eiginlega ekki.  Það þýðir ekkert að ferðast í gegnum lífið með hefndarhug.  Gjörðir manns hitta mann sjálfan fyrir fyrr eða síðar, ég þarf ekki að hafa fyrir því að refsa neinum og vona bara að allir hafi hreint hjarta og hreinan hug, að allt þetta fall eigi sér uppruna í Undralandi og að okkur sé hreinlega að dreyma.

Ég er komin með höfuðverk og flensu og ætla að leggjast til hvílu með tvær parkódín mér til sálubótar.


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Góður pistill, Ólöf!  það má gjarna rasskella ræningjana náist þeir, en ekki safna upp óhollti reiði né heift.

Hlédís, 7.3.2009 kl. 00:55

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Takk fyrir þetta Hlédís.  Þegar tvær fylkingar deila er alltaf hætta á stríði og þegar það brýst út verður til ótrúleg niðurrífandi orka.  En einræði er heldur ekki gott því þá er oft troðið á rétti þeirra sem minna mega sín.

Ólöf de Bont, 7.3.2009 kl. 11:09

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sammála. Láta verkin tala, komið nóg að orðum.

Rut Sumarliðadóttir, 7.3.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband