Pælingar

Við höfum það skítt hér á landi.  Allt er að fara til fjandans og út um borg og bí standa auðar íbúðir og bíldar eru seldir með skuldum + sölulaunum í fjölmiðlum.  Það ríður kreppa yfir landið og hún er ekki búin að ná hámarki sínu, eftirskjálftarnir eru margir og við vitum ekki hvort enn stærri kreppa á eftir að ganga yfir og hvort hún knésetja okkur öll.  Uppsagnir í tugavís og menn eru óvissir um framtíð sína.  Þetta er skítt og háalvarlegt mál. 

Það er skítt, en Katarmaðurinn búinn að týnda peningunum sínum sem hann keypti fyrir hluta í Kaupþingi og óþekku strákarnir þrír (hverjir eru þeir) eru búnir að fela þá á Cayman eyjum.  Græðgin á fullu og nokkrir menn sanka að sér stórum auðæfum sem gætu bjargað heilum þjóðum frá hungri. Skítlegð eðli.

Við höfum það skítt hér á landi í kreppunni meðan konur, börn, gamalmenni og karlmenn eru stráfelld fyrir botni Miðjarðarhafs, þegar ættbálkar kljúfa hvern annan í herðar niður í löndum Afríku.  Stór hluti mannfólksins býr langt undir fátækarmörkum, en við höfum það skítt hér á landi.  Það er ekki hreint vatn í Zimbabwe og kólera fer um landið og breiðist út eins og flugnager, en við höfum það skítt hér á landi.

Við höfum það skítt hér á landi, en við borðum þrjár máltíðir á dag hið minnsta.  Við höfum það skítt en búum í stórum einbýlishúsum í stíl naumhyggjunnar og skuldum þau upp í haus.  Við höfum það skítt en fjölmennum á útsölurnar og fyllum poka af alls kynnst dóti og fatnaði sem nánast aldrei er notað.  Við höfum það skítt og það á eftir að versna.

Við höfum það skítt og það þrengir að okkur, það liggur alvara á bak við krepputalið og það hjálpar okkur ekki að horfa til fjarlægari landa og meta okkur við þá sem hafa það verra en við.  Lífið sem er við nefið á okkur er það líf sem við skynjum og finnum fyrir.

Það er skítt að vera atvinnulaus og finna hvernig öryggið fjarar í burtu.  Það er líka skítt að átta sig á því hvað maður hefur það gott í öllu skítlífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sem sammála að flestu, fer þó ekki á útsölur (á ekki fyrir því) bý í kjallaraíbúð sem vantar í eldhúsinnréttingu, baðherbergið er allt að syngja sitt síðasta. Ólöf ég vil ekki bera mig saman við Afríkuríki. Flestir búa í húsnæði með lánum sem margfalda sig og þar með afborgarnir af þeim. Við höfum það misskítt ef svo má að orði komast.

Rut Sumarliðadóttir, 16.1.2009 kl. 15:02

2 Smámynd: Ólöf de Bont

Einu sinni sagði ég við konu sem var að kvarta undan því að barnið hennar svæfi ekki og að hún væri orðin úrvinda og lauk síðan máli sínu á þessa leið.  Hvað er ég að kvarta yfir mínu barni þegar þú ert með langveikt dauðvona barn.  Ég sagði henni að hennar vandamál væri ekkert minni þó svo að barnið hennar væri "bara" með eyrnaverki - hún svæfi jafn illa og ég og ætti ekki að gera lítið úr sinni eigin líðan.  Það er rétt, við getum ekki borið okkur saman við Afríkuríki, við höfum okkar eigin raunverulegu vandamál sem eru hér og nú.  Ég er bara að reyna að sjá það góða í öllum þeim skít sem nú ríður landinu okkar - veit að margir hafa hjartað í brókunum og miklar áhyggjur. 

Einhvernveginn held ég áfram að líta á mig sem manneskju sem hef það ágætt þrátt fyrir allt sem gengið hefur á í lífi mínu.

Ólöf de Bont, 16.1.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband