Það sýður oft upp úr hjá mér

Sem fyrrverandi rauðka, lágvaxin og þéttholda með ótrúlega samasafnaða orku innra með mér þá lendi ég oft í því að upp úr sjóði hjá mér.  Ég þessi litla miðaldra kona lyfti þá hnefanum á loft, bít í tunguna á mér, stappa niður fæti, losa tunguna frá tönnunum og les frá mér galdraþulu á óskiljanlegu máli.  Mér verður yfirleitt ekkert ágengt með þessum látum í mér nema kannski að mér er sagt að taka pokann minn og hysja mig úr húsi (sbr. kjaft minn við fyrrverandi vinnuveitanda, tek samt fram að hann fór miklu fín- og kurteisislegra í það að segja mér upp en ég lýsi hér að framan).  Sama gildir þegar ég rýk til og krefst þess að rétti mínum sé sinnt, veifi ég hnefa þá uppsker ég herör á móti og allt fer til andskotans og enginn nær sátt.

Ég væri alveg til í tusk við svona eina til tvær löggur svona til að rifja upp gamlar minningar frá mótmælatímum mínum þegar ég var raunveruleg rauðka, bæði til hárs og trúar.  En þær (löggurnar) væru fljótar að snúa mig niður meðan gargið GAS GAS hljómaði í eyrum mínum.  Ég hef ekki heilsu nú til dags til að vera svona róttæk, en ég get galdrað og hrært í potti fullum af galdraseyðum og gef ég Evu nú minn galdrastyrk svo réttlætið nái fram að ganga, að jafnvægi náist í heiminum og að engar stórar styrjaldir byrji vegna banka- og fjármálahruns um allan heim, en ég er hrædd um að svo gæti orðið.  Orka reiðinnar er sterkasta vopn í heimi og fer um heiminn sem Ragnarrök.


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Held að eigi eftir að sjóða uppúr eftir áramótin. Rauðka mín, gleðileg jól til þín og þinna.

Rut Sumarliðadóttir, 23.12.2008 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband