Kaupþing og ribbaldarnir 30

Ef ég ætti boga og ör þá myndi ég skjóta á steinhöllina í Borgartúni hvar ég sat í byrjun október með "sjóðstjóranum" mínum og margspurði hvort inneign mín/okkar (ég á jú mann) væri í góðum höndum.  Mér var tjáð að svo væri, þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur.  Mér var líka sagt að eignir kæmu á móti skuldum, en svo er ekki reyndin núna.  Bankarnir einn af öðrum eru komnir í greiðslustöðvun og nú missa þeir íslendingar sem enn eiga aur í sjóðum bankanna sparifé sitt. 

Það er lítill hópur manna sem hefur stjórnað peningamálum þjóðarinnar síðust ár og við "eyðsluseggirnir" skv. orðum Björgúlfs í DV í dag dansað í kringum gullkálfinn og sankað að okkur allskyns drasli... það erum við almenningurinn sem erum orsök að þessu hruni bankanna en ekki þessi sniðugu, vel gefnum og dásamlega fallega innrættu herrum.

 Eiginlega er ég búin að fá nóg, en ég er orðin of gömul til þess að kasta eggjum í hús og menn og svo lætur mér það eiginlega illa að eyða nótt í steininum.

Það sáir hver og einn eins og hann uppsker og mér er nú spurn hvort þeir sem hafa haldið á valdasprotunum uppskeri þann glæp sem þeir hafa framið gegn þjóðinni.  Lítill hluti manna (örhluti) hefur hagað sér eins og einræðisherrar en dulbúnir í nýju fötum Keisarans sitja nú á trónu sinni einhverstaðar í útlöndum Fjarkastistan og róta í gullkistu sinni ásamt Jóakim aðalönd...

 


mbl.is Kaupþing fær greiðslustöðvun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Og nú eru þessir sömu menn byrjaðir að kaupa bankana aftur. ojjjjjjjjjjjbarasta

J. Trausti Magnússon, 24.11.2008 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband